340 greiddu atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna og óháðra bæjarbúa í Sandgerði
Alls greiddu 340 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna og óháðra bæjarbúa sem fram fór í Sandgerði í dag. Þar af voru 35 atkvæði sem bárust utan kjörstaðar.
Talning atkvæða er nú þegar hafin og má vænta þess að lokatölur birtist í kvöld um klukkan 20:30, segir á samfélagsvef Sandgerðinga, www.245.is
Mynd: www.245.is