Laugardagur 10. maí 2003 kl. 17:05
34,5% kjörsókn í Suðurkjördæmi klukkan þrjú
Kjörsókn í Suðurkjördæmi var orðin 34,5% í Suðurkjördæmi klukkan þrjú, eða 9.777. Ekki höfðu upplýsingar borist úr allra minnstu kjördeildunum. Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn er kjörsóknin nú mun betri en var á sama tíma fyrir fjórum árum.