338% meiri ýsuafli
Sókn í ýsu hefur aukist verulega eftir að ríkisstjórnin ákvað að skera niður aflaheimildir í þorski um 30% síðastliðið haust. Útgerðir voru tilneyddar til að breyta útgerðarmynstri sínu í kjölfarið. Þorbjörn hf í Grindavík er eitt þeirra og hefur ýsuafli vinnsluskipa félagsins aukust um 388.7% á milli ára. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Þegar borin er saman veiði frá september til desember milli áranna 2006 og 2007 kemur í ljós að þorskafli hjá vinnsluskipum Þorbjarnar hf drógst saman um 32,2% eða úr 1.269 tonnum í 861 tonn. Veiði á ýsu jókst hjá vinnsluskipunum um 388,7 % eða úr 203 tonnum í 992 tonn. Sambærilegar tölur fyrir línuskipin sýna að þorskafli drógst saman um 29,6 % eða úr 2.863 tonnum í 2.016 tonn en ýsuafli tvöfaldaðist eða úr 764 tonnum í 1.521 tonn. Heildarafli skipa Þorbjarnar hf. á árinu 2007 var rúmlega 26 þús. tonn að verðmæti 3,6 milljarðar.
Mynd: Þorskurinn hefur það náðugt um þessar mundir, þökk sé aflaskerðingu ríkisstjórnarinnar.
Þegar borin er saman veiði frá september til desember milli áranna 2006 og 2007 kemur í ljós að þorskafli hjá vinnsluskipum Þorbjarnar hf drógst saman um 32,2% eða úr 1.269 tonnum í 861 tonn. Veiði á ýsu jókst hjá vinnsluskipunum um 388,7 % eða úr 203 tonnum í 992 tonn. Sambærilegar tölur fyrir línuskipin sýna að þorskafli drógst saman um 29,6 % eða úr 2.863 tonnum í 2.016 tonn en ýsuafli tvöfaldaðist eða úr 764 tonnum í 1.521 tonn. Heildarafli skipa Þorbjarnar hf. á árinu 2007 var rúmlega 26 þús. tonn að verðmæti 3,6 milljarðar.
Mynd: Þorskurinn hefur það náðugt um þessar mundir, þökk sé aflaskerðingu ríkisstjórnarinnar.