330 manna strengjasveit lék fyrir tónleikagesti
Landsmóti strengjanemenda lauk í dag með stórtónleikum í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Áhorfendur fylltu pallana í íþróttahúsinu og komu fimm grúbbur fram og spiluðu nokkur lög. A, B ,C og D sveitirnar sem komu fram á tónleikunum voru skipaðar eftir getu nemendanna þ.e. þeir sem voru í D sveit eru komnir lengst í námi. Fimmta og síðasta sveitin var sameiginleg sveit allra þátttakendanna á mótinu þá spiluðu rúmlega 300 hljóðfæraleikarar fyrir tónleikagesti.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stóð fyrir landsmótinu og voru 330 þátttakendur frá 22 tónlistarskólum.
Myndir frá stórtónleikum strengjasveita á Landsmóti í Reykjanesbæ.
Myndir-VF/IngaSæm