Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

325 bílar að jafnaði um Suðurstrandarveg
Föstudagur 29. júní 2012 kl. 14:03

325 bílar að jafnaði um Suðurstrandarveg

Suðurstrandavegur er 57 km langur frá Grindavík í vestri að Þorlákshöfn í austri. Liggur hann um þrjú sveitarfélög en þau eru Grindavík, Hafnarfjarðarbær og sveitarfélagið Ölfus. Nú þegar er áætluð svokölluð árdagsumferð (ÁDU) 325 bílar. Þannig að að jafnaði fara á hverjum degi allt árið 325 bílar um veginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umferðartölur eru nú farnar að streyma inn frá tveimur veðurstöðvum á Suðurstrandarvegi (427).

Frá veðurstöð við Festarfjall fóru tölur að streyma inn frá og með 11. maí sl. Meðalumferð til dagsins í dag eru um 410 bílar á sólarhring.

Stærsti dagur, til þessa, var 10. júní með 777 bíla og minnsti dagur var 15. maí með 198 bíla.

Áætluð ársdagsumferð (ÁDU) á vegkaflanum er um 350 bílar á sólarhring.

Frá veðurstöð við Selvog fóru tölur að koma inn frá og með 19. apríl . Meðalumferð til dagsins í dag er 330bílar á sólarhring.

Stærsti dagur, til þessa, var 28. maí með 761 bíll og minnsti dagur var 14. maí með 158 bíla.

Áætluð ársdagsumferð (ÁDU) á vegkaflanum er um 300 bílar á sólarhring.

Áætlað ÁDU á öllum Suðurstrandaveginum er því um 325 bílar á sólarhring.

Undirbúningur að lagningu Suðurstrandarvegar hófst hjá Vegagerðinni á árinu 1996, þegar vegamálastjóri skipaði hönnunarhóp sem skildi hafa umsjón með hönnun vegarins.

Áætlaður heildarkostnaður vegna verksins er rétt tæpir 3 milljarðar kr. uppreiknað til verðlags í dag.

Markmið framkvæmdarinnar er að byggja upp varanlega og örugga vegatengingu milli Suðurlands og Suðurnesja til hagsbóta og öryggis fyrir atvinnulíf og íbúa á svæðunum. Auk þess að auka umferðaröryggi með vegi sem uppfyllir nútíma veghönnunarreglur og leggja bundið slitlag á veginn. Aðgengi ferðafólks mun verða stórbætt að svæði með stórbrotna náttúrufegurð og mikið útivistargildi. Auk þess gefur nýr Suðurstrandarvegur fyrirtækjum í ferðaþjónustu möguleika á að bjóða upp á áhugaverða tengingu og hringferðir frá Keflavíkurflugvelli að mikið sóttum ferðamannastöðum á Suðurlandi.