32 þingmenn styðja frumvarp um aðkomu ríkisins
32 þingmenn standa að baki frumvarpi sem veita myndi ríkissjóði heimild til að taka þátt í kostnaði vegna hafnarframkvæmda í Helguvík. Auk allra þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar styða sex þingmenn Samfylkingar frumvarpið og einn úr Hreyfingunni.
Sem kunnugt er töldu bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ríkið hafa gefið loforð þess efnis að það kæmi að framkvæmdunum með fjármuni. Síðasti samgönguráðherra, Kristján Möller, sagði hins vegar engin gögn finnast um slíkt í ráðuneytinu. Þessir aðilar tókust á um málið í fjölmiðum nú í byrjun hausts.
Morgunblaðið hefur eftir Ögmundi Jónassyni, núverandi Samgönguráðherra, að framkvæmdir við Helguvíkurhöfn þurfi ekki að tengjast byggingu álvers í Helguvík. Hann segir jafnframt að eins og staðan sé hjá ríkinu sé ekki hægt að reiða fram 700 milljónir í skyndi.
Tengdar greinar og fréttir:
Ekki sannleikanum samkvæmt
Sannleikurinn er sagna bestur
Því sem Möller sleppir...
Helguvíkurhöfn: Engin viðbrögð frá samgönguráðherra