Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

32,7 milljónum úthlutað til menninngarverkefna
Föstudagur 1. júní 2012 kl. 09:48

32,7 milljónum úthlutað til menninngarverkefna

Samstarf ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum í menningarmálum hófst formlega árið 2007 og var fyrsta styrkúthlutun Menningarráðs Suðurnesja í apríl árið 2008. Í gegnum menningarsamninginn hafa runnið til menningarmála á Suðurnesjum tæpar 100 milljónir króna frá fyrstu úthlutun vorið 2008.  Að þessu sinni úthlutar Menningarráð til viðbótar 32,7 milljónum króna. Úthlutunin fór fram í gærkvöldi á svokölluðu Heklugosi í Eldey þróunarsetri á Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frestur til að sækja um styrki til Menningarráðs fyrir árið 2012 rann út 20. apríl sl . Að þessu sinni voru umsóknir um verkefnastyrki 43 talsins og umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki voru 13 talsins. Til verkefnastyrkja voru 22.7 milljónir króna til úthlutunar.  Stofn- og rekstrarstyrkir voru auglýstir nú í fyrsta sinn og voru 10 milljónir til úthlutunar. Styrkir þessir voru áður á hendi fjárlaganefndar Alþingis. Með því að færa stofn- og rekstrarstyrki í menningarsamninginn er ákvörðun um einstök verkefni tekin af nærsamfélaginu sem þekkir best til svæðisbundinar menningar og getur tekið ákvarðanir á faglegn hátt.  

Án efa hafa styrkir Menningarráðs verið listafólki mikil hvatning og  styrkt og eflt  menningarlífið á Suðurnesjum og um leið gert alla umgjörð menningarstarfsemi faglegri.  Tækifæri listamanna til að hrinda góðum verkefnum í framkvæmd hafa gjörbreyst til betri vegar. Styrkir Mennignarráðs hafa í mörgum tilfellum orðið til þess að hægt hefur verið að  ráðist í metnaðarfull verkefni sem hafa vakið athygli bæði á svæðinu og ekki síst vakið ahygli á menningu á Suðurnesjum.

Það er staðreynd að listir og menning er hluti af því samfélagi sem við viljum búa í. Listir, menning og skapandi greinar ásamt menningartengdri ferðaþjónustu munu vera hluti af atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum í náinni framtíð. Menningartengd ferðaþjónusta er stór hluti af því sem ferðamenn vilja upplifa á ferð sinni um Ísland, þar liggja tækifæri okkar Suðurnesjamanna ekki síst.