Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. mars 2002 kl. 13:33

32,2 milljóna króna hagnaður hjá Fiskmarkaði Suðurnesja

Fiskmarkaður Suðurnesja var rekinn með 32,2 milljón króna hagnaði á sl. rekstrarári. Til samanburðar má nefna að hagnaðurinn árið 2000 var 7,2 milljónir króna. Í tilkynningu frá Fiskmarkaði Suðurnesja segir eftirfarandi:
,,Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2001 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess sem voru tvö í árslok, Íslandsmarkaður hf. og Mika ehf. Samstæðuársreikningur ársins 2000 samanstóð af ársreikningi félagsins og þáverandi dótturfélögum þess Fiskmarkaði Hornafjarðar hf., Fiskmarkaðnum ehf. og Mika ehf.
Í byrjun júlí sameinaðist Fiskmarkaður Suðurnesja hf. og Fiskmarkaðurinn ehf. og í lok ársins sameinaðist Fiskmarkaður Suðurnesja hf. og Fiskmarkaður Hornafjarðar hf.
Horfa ber á samanburðartölur í ljósi samruna ársins auk innkomu Íslandsmarkaðar hf. í samstæðu félagsins.
Félagið var rekið með 32,2 mkr. hagnaði á árinu 2001, samanborið við 7,2 mkr. hagnað árið áður.
Rekstrartekjur voru 403,6 mkr. og jukust um 45% á milli ára. Rekstrargjöld án afskrifta voru 331 mkr. og jukust um 22% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir var 72,2 mkr. samanborið við 7 mkr. árið áður. Afskriftir voru 27,1 mkr. og höfðu aukist um 5,7 mkr. á milli ára.
Aðalfundur félagsins var haldinn 14. mars 2002. Stjórn félagsins samþykkti greiðslu 15% arðs vegna síðastliðins rekstrarárs.
Nýja stjórn félagsinns skipa: Ellert Eiríksson stjórnaformaður, Sigurjón Jónsson varaformaður, Andrés Guðmundsson, Þorsteinn Erlingsson og Einar Magnússon.
Framkvæmdastjóri er Ragnar H. Kristjánsson og skrifstofustjóri Þórður M Kjartansson.
Logi Þormóðsson lét á aðalfundinum af stjórnarformennsku eftir 15 ára starf , en hann er einn af brautryðjendum í fiskmarkaðsstarfsemi á Íslandi. Á þessum 15 árum hafa verið haldnir 144 stjórnarfundir og var Logi mættur á 137 af þeim. Stjórn og hluthafar þakka honum vel unnin störf fyrir félagið.
Fiskmarkaður Suðurnesja hf. rekur nú starfstöðvar á sjö stöðum á landinu, Grindavík, Sandgerði, Njarðvík ,Hafnarfirði, Ísafirði, Bolungarvík og Höfn Hornarfirði.
Á síðasta ári seldi Fiskmarkaður Suðurnesja hf á þessum stöðum samtals 28.236 tonn af fiski að verðmæti 4,3 milljarðar króna. Meðalverð var 152,28 kr/kg. www.interseafood.com sagði frá


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024