Föstudagur 21. mars 2008 kl. 14:06
31 undir áhrifum fíkniefna í umferðinni
Á næturvaktinni hjá lögreglunni á Suðurnesjum voru fimm ökumenn kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Af þeim voru tveir að auki kærðir fyrir ölvun við akstur. Það sem af er marsmánuði hafa 31 ökumenn verið kærðir á Suðurnesjum fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.