3000 skjálftar í gær
Í gær mældust um 3000 jarðskjálftar og frá miðnætti hafa tæplega 700 skjálftar mælst. Í heildina hafa rúmlega 20.000 jarðskjálftar mælst síðan hrinan hófst fyrir viku síðan, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kl. 08:10 í morgun.
Mesta virknin eftir miðnætti er bundin við Fagradalsfjalli og hefur færst aðeins í NA, miðað við virkni í gær.
Enginn órói hefur mælst, enn skjálftavirkni er áfram mikill.
Stærstu skjálftar frá miðnætti:
• Kl. 00:08 M3,0 Fagradalsfjall
• Kl. 03:25 M3,0 Fagradalsfjall
• Kl. 04:17 M3,0 Fagradalsfjall
• Kl. 02:34 M3,0 Fagradalsfjall