Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

3000 manns mættu á sýningu í Garði
Þriðjudagur 25. febrúar 2014 kl. 09:52

3000 manns mættu á sýningu í Garði

– fyrirtæki kynni sér kosti þess að setjast að í Garðinum.

Um 3000 manns mættu á fyrirtækjasýningu em haldin var í Garði sl. haust af Markaðs- og atvinnumálanefnd Garðs. Á fundi nefndarinnar nú í mánuðinum kom fram að sýningin hafi í alla staði tekist vel

Ásgeir Hjálmarsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, fór yfir gang sýningarinnar og benti á örfá atriði sem má skoða betur fyrir næstu sýningu t.d. að auglýsa sýninguna betur. Einnig má skoða að sýningin verði á 3 ára fresti, segir í fundargerð nefndarinnar.

Þá leggur nefndin til að sett verði af stað markaðsátak fyrir Garðinn og þá með það í huga að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að koma og kynna sér kosti sveitarfélagsins og gera áætlun að auknum atvinnuskapandi verkefnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024