Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

300 tonna byggðakvóti í Garðinn
Föstudagur 15. desember 2017 kl. 09:24

300 tonna byggðakvóti í Garðinn

Sveitarfélagið Garður hefur fengið úthlutað byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2017 til 2018. Með bréfi dagsettu 21. nóvember sl. tilkynnti Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið að Sveitarfélagið Garður fái úthlutað byggðakvóta 300 þorskígildistonnum fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.
 
50% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði reglugerðar 604/2017 og lönduðu botnfiskafla á fiskveiðiárinu 2016/2017 og 50% verði skipt hlutfallslega, til sömu skipa, miðað við landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Jafnframt er ítrekað að þar sem ekki er löndunarhöfn í Garði verði fullgilt að fiskiskip landi afla í öðru sveitarfélagi, en til vinnslu í Garði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024