300 tonn af sandi
Nú standa yfir miklar umbreytingar í Reykjaneshöll en skipta á út gervigrasinu sem þekur gólf hennar. Grasið sem er fimm ára gamalt, reyndist gallað frá framleiðanda í Þýskalandi og því ákveðið að skipta því út. Grasið verður að hluta nýtt áfram en m.a. verður það notað í göngustíga fyrir golfiðkendur við Hólmsvöll í Leiru.
Framleiðendur taka á sig hluta af kostnaði á lagningu á nýju grasi sem verður það besta og nýjasta sem í boði er.
Þegar blaðamaður kíkti í heimsókn í Reykjaneshöll þá blasti við heljarinnar hrúga af sandi fyrir utan höllina en búið er að sópa upp tæplega 300 tonnum af sandi úr gervigrasinu. Sá sandur verður hreinsaður og nýttur að miklu leyti aftur. Inni er svo byrjað að fletta upp grasinu en fyrirætlað er að verkinu verði lokið um næstu mánaðamót en það verður eflust kærkomið fyrir knattspyrnuiðkendur enda vetur rétt handan við hornið.