Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

300 þúsundasti landsmaðurinn er úr Reykjanesbæ
Mánudagur 9. janúar 2006 kl. 15:27

300 þúsundasti landsmaðurinn er úr Reykjanesbæ

Drengur sem fæddist á fæðingardeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss á sjöunda tímanum í morgun varð 300 þúsundasti landsmaðurinn. Foreldrar hans eru Erla María Andrésdóttir og Haraldur Arnarson en þau búa í Reykjanesbæ.

Mannfjöldaklukkan sló 300.000 um kl. 7 í morgun mánudaginn 9. janúar 2006. Hagstofunni þykir við hæfi að það barn, sem fæddist hér á landi sem næst þessum tíma, teljist þrjú hundruð þúsundasti íbúi landsins.

Til að fagna þessum tímamótum ætla forsætisráðherra og hagstofustjóri að heimsækja barnið og foreldra þess á fæðingardeildina á morgun þriðjudaginn 10. janúar kl. 13.00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024