Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

300 milljónir í ný hringtorg
Fimmtudagur 15. september 2016 kl. 14:15

300 milljónir í ný hringtorg

Alls verður 300 milljónum króna varið í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut. Þetta kom fram í viðtali við Höskuld Þórhallsson formann samgöngunefndar Alþingis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

Umhverfis- og samgöngunefnd hefur skilað nefndaráliti sínu en framkvæmdin við hringtorgin tvö, sem og tengingu Hafnavegar við hringtorg á Fitjum er komin inn í samgönguáætlun áranna 2015-2018.

„Það að Umhverfis og Samgöngunefnd sé búin að skila nefndaráliti sínu loksins eftir allan þennan tíma finnst mér ótrúlega frábært.

Við kröfðumst þess að gerðar yrðu bráðabirgða aðgerðir við vegamót Aðalgötu og Þjóðbrautar og að tenging yrði kláruð frá Hafnavegi að hringtorgi við Stekk.

Umhverfis og Samgöngunefnd tók vel í erindið og setti þetta inn í Samgönguáætlun 2015-2018 , sem þýðir líklega að hafist verður handa um leið og Samgönguáætlun er samþykkt.

Samgönguáætlunin fer núna inn í þingið og þingmennirnir byrja að tosa og teygja en ég vona að hún verði samþykkt sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa.

Þessi 3 vegamót þola ekki lengri bið.

Við eigum svo eftir að sjá alla Samgönguáætlunina og ath. hvort minnst er á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Stekk að Rósaselstorgi þar inni, því var hvíslað að mér að það væri inni í 12 ára langtímaáætlun 2016 - 2028.

Ég er ótrúlega ánægður með nefndarmenn Umhverfis og Samgöngunefndar og vona að þingmennirnir og Ráðherrarnir bretti nú upp ermar og klári þetta mál , en flestir ef ekki allir þingmenn Suðurkjördæmis eru með okkur í þessu og 3 Ráðherrar, öll Sveitarfélögin á Reykjanesi, Samtök Atvinnurekenda á Reykjanesi og þið 16.300 manns.

Það eina sem er ekki með okkur er hversu lítið er eftir af þinginu, og þið verðið að leggjast með okkur á árarnar.

Klárum þetta nú í eitt skipti fyrir öll,“ skrifar Guðbergur Reynisson, einn af forsvarsmönnum „Stopp hingað og ekki lengra“ í hópinn á fésbókinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024