Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

300 milljónir í hættu
Miðvikudagur 29. október 2008 kl. 11:17

300 milljónir í hættu



Reykjanesbær gæti tapað allt að 300 milljónum króna í peningamarkaðssjóði Landsbankans. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, staðfestir þetta en tekur fram að ekki hafi fengist staðfesting frá Landsbankanum vegna þessa en líklega liggi hún fyrir á föstudaginn.

Komið hefur fram í fréttum að  peningamarkaðssjóði Landsbankans verði slitið og þeir sem þar áttu fé fái greitt á bilinu 60-74% af eign  sinni, allt eftir því í hvaða gjaldmiðli þeir áttu féð.  Peningabréfin voru á sínum tíma kynnt sem örugg ávöxtunarleið en nú hefur allt annað komið á daginn.

Sjá nánar í Víkurfréttum á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024