Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

30 sagt upp á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 22. nóvember 2011 kl. 09:38

30 sagt upp á Keflavíkurflugvelli

Keflavik Flight Services, sem hefur þjónustað flugvélar Astraeus á vegum Iceland Express, sagði upp öllum þrjátíu starfsmönnum sínum.. Þetta er gert eftir að Iceland Express tilkynnti því að IGS sæi um þjónustu við flugvélar CSA Airlines sem tekur við flugi fyrir Iceland Express.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Frá þessu er greint á vef DV. Þar er haft eftir Hilmari Hilmarssyni, eiganda félagsins, að tilkynnt hafi verið um ákvörðunina með símtali í gær, eftir að búið var að afgreiða þá sem fóru með flugvélum á vegum Iceland Express í gærmorgun. Félögin hafi gert sex ára samning í vor og því eigi eftir að koma í ljós hvort Iceland Express geti sagt upp samningnum nú.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025