30% minna atvinnuleysi á Suðurnesjum
Atvinnuleysi á Suðurnesjum dróst töluvert saman á milli árana 2012 og 2013. Ef miðað er við tölur frá desember mánuði 2012 og 2013 má gera ráð fyrir 30% lækkun á atvinnuleysi á milli ára. Til viðmiðunar má skoða lok árs 2009, en þá voru alls 1670 án atvinnu á Suðurnesjum.
Alls voru 779 atvinnulausir á Suðurnesjum í lok árs 2013, miðað við 1123 þann 31. desember árið 2012. Séu tölur frá bæjarfélögunum skoðaðar kemur í ljós að atvinnulausum fækkar talsvert í öllum sveitarfélögum svæðisins.
Atvinnulausir karla voru í lok árs 2012 alls 567 og konur 556 án atvinnu. Í desember 2013 voru 357 karlar án atvinnu á Suðurnesjum og 422 konur.
Atvinnulausir samkvæmt sveitarfélögum á Suðurnesjum:
Bæjarfélag |
2013 desember | 2012 desember | % lækkun |
Grindavík | 51 | 77 | 34% |
Reykjanesbær | 563 | 829 | 32% |
Garður | 42 | 60 | 30% |
Vogar | 34 | 56 | 39% |
Sandgerði | 62 | 101 | 39% |
*Lögheimili utan Suðurn. | 27 | ||
Samtals | 779 | 1123 | 31% |
*Lögheimili utan Suðurnesja hefur aðeins verið notað frá nóvember 2013
Heimild Vinnumálastofnun.