30 km hámarkshraði á Hafnargötu
				
				íbúar Hafnargötu hafa löngum verið óhressir með umferðarmál við götuna. Bílar aka oft langt fyrir ofan hámarkshraða sem er 50 km/klst. Íbúar að Hafnargötu 74 fóru þess á leit við bæjarstjóra að ráðstafanir yrðu gerðar til að draga úr umferðarhraða og -hávaða í götunni. Skipulags- og byggingarnefnd tók málið fyrir á fundi sínum fyrir skömmu og var ákveðið að lækka hámarkshraða í götunni niður í 30 km/klst og koma fyrir upphækkaðri hraðahindrun við Hafnargötu 80. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				