30% hækkun á sorphirðugjöldum
Sorphirðugjald heimila í Reykjanesbæ hafa hækkað um 30%, en á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar var hækkunin ákveðin þann 28. nóvember sl. Í samtali við Víkurfréttir sagði Hjörtur Zakaríasson bæjarritari að sorphirðugjald í Reykjanesbæ hefðu verið lægri en í nágrannasveitarfélögum og að t.d. í Reykjavík væri gjaldið í kringum 5.700 krónur og þessi hækkun væri því tilkomin að hluta til vegna þess. Í haust tók Sorpeyðingarstöð Suðurnesja í notkun nýjar sorptunnur og ástæða þess að Sorpeyðingarstöðin fer út í þessar breytingar eru af þrennum toga. Í fyrsta lagi er notkun á tunnum umhverfisvænni lausn þ.e. að ekki þarf að brenna plastpokunum, minni slysahætta við sorphirðuna og í þriðja lagi sparnaður en kostnaður Sorpeyðingarstöðvar við kaup á pokum nam á síðasta ári um 6.8 milljónum króna.