30 daga fangelsi fyrir þjófnað í Grindavík
Tvítugur maður var dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir þjófnað úr tveimur bifreiðum í Grindavík. Fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður eftir tvö ár haldi maðurinn almennt skilorð.
Maðurinn, sem einnig var dæmdur til að borga allan kostnað sakarinnar, þar með talda 35.000 krónu þóknun skipaðs verjanda síns, játaði sakargiftir greiðlega. Honum var gefið að sök að hafa í apríl sl. stolið úr tveimur bifreiðum Black & Decker hjólsög, MVP superline hleðslutæki, járnsög, tveimur hömrum, tveimur bogsögum, lóðbyssu, Wacker múrbrotsfleyg, Tip rafmagnsborvél, Kinzo slípijuðara, Agojama slípirokk og dráttarbeisli.
Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu í dag.
Maðurinn, sem einnig var dæmdur til að borga allan kostnað sakarinnar, þar með talda 35.000 krónu þóknun skipaðs verjanda síns, játaði sakargiftir greiðlega. Honum var gefið að sök að hafa í apríl sl. stolið úr tveimur bifreiðum Black & Decker hjólsög, MVP superline hleðslutæki, járnsög, tveimur hömrum, tveimur bogsögum, lóðbyssu, Wacker múrbrotsfleyg, Tip rafmagnsborvél, Kinzo slípijuðara, Agojama slípirokk og dráttarbeisli.
Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu í dag.