Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

30 daga fangelsi fyrir árás á sofandi mann
Miðvikudagur 19. október 2011 kl. 13:21

30 daga fangelsi fyrir árás á sofandi mann

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir líkmasárás sem átti sér stað í Reykjanesbæ í mars síðastliðnum. Ákærði réðist þá að manni sem lá sofandi í rúmi sínu og sló hann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut skurð á vinstri augabrún sem sauma þurftir 4 spor í.

Árásarmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hafði skömmu fyrir árásina verið handtekinn fyrir vörslu fíkniefna og sömuleiðis fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Auk þess þurfti ákærði að borga 146 þúsund krónur í sakarkostnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024