30% ánægðir með HSS - 20% fer annað til að sækja heilbrigðisþjónustu
Þrátíu prósent þeirra sem tóku þátt í vefkönnun vf.is þar sem spurt var út í þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sögðu vera mjög ánægð með þjónustuna sem það fékk. Rúmlega 20% sögðu þjónustuna vera í lagi en hefði getað verið betri.
Fimmtungur eða 20% var ekki ánægður með þjónustuna á heilbrigðisstofnuninni/heilsugæslunni og nærri jafn margir eða 19% sögðust ekki fara á HSS ef þau þyrftu að nota þjónustu slíkrar stofnunar. Það þýðir að fimmti hver sem þarf að sækja heilbrigðisþjónustu fer til höfuðborgarinnar í slíkum erindagjörðum. 11% sögðust ekki hafa þurft að nota þjónustu HSS. Nærri 500 manns tóku þátt í könnuninni.
Í nýrri könnun spyrjum við út í matvöruverslunina. Hvar fólk verslar oftast til heimilisins á Suðurnesjum. Endilega takið þátt, könnunin er á forsíðu vf.is.