Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

30.000 farþegar um flugstöðina um jólin
Þriðjudagur 27. desember 2016 kl. 10:29

30.000 farþegar um flugstöðina um jólin

Töluverð umferð hefur verið um Keflavíkurflugvöll yfir jólahátíðina en alls voru komur og brottfarir 172 frá aðfangadegi til miðnættis á annan í jólum. Áætla má að farþegar sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll á þessum tíma séu um 30 þúsund. Á sama tíma fyrir fjórum árum voru ekki nema 40 brottfarir og komur. Samkvæmt Isavia hafa aldrei farið fleiri farþegar um Keflavíkurflugvöll í desember og í ár. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
 
Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll frá 1. til 20. desember fjölgaði um 63,9 prósent milli ára samanborið við 39,8 prósent fjölgun farþega þegar horft er á allt árið. Þetta þýðir að flugvöllurinn er opinn alla daga ársins og því margir þurft að standa vaktina um jólahátíðina.
 
Auk starfsmanna í verslunum eru auðvitað starfsmenn í farþegaþjónustu, öryggisleit, tolli, lögreglu, innritun, flugafgreiðslu, snjómokstri, björgunar- og slökkviþjónustu, flugumferðarstjórn, bílastæðaþjónustu, ræstingu og fleiri störfum á vellinum, segir í frétt Morgunblaðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024