Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

29,1 kíló fokin og 74,5 sentimetrar
Einar Skaftason ásamt Sigríði Rósu Kristjánsdóttur.
Mánudagur 19. janúar 2015 kl. 11:19

29,1 kíló fokin og 74,5 sentimetrar

Áskorun Einars Skaftasonar lokið.

Keflvíkingurinn Einar Skaftason hefur lokið áskorun um að kveðja aukakíló og láta gott af sér leiða um leið. 29,1 kg farin af kappanum á sex mánuðum og 74,5 sentimetrar. Hann var 131,9 kg og mældist með 34,5 fituprósentu þegar átakið hófst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einar í byrjun átaksins. 

Upphaflega skoraði Friðrik Bergmannsson, vinur Einars, á hann að huga aðeins að heilsunni. Vinur Einars ætlar að borga sjálfur 500 krónur fyrir hvert kíló sem Einar myndi missa þar til 17. janúar, en sjálfur greiddi Einar 1000 krónur á kílóið. Að vonum segjast vinirnir afar stoltir af Einari, enda hefur hann lagt mikið á sig undanfarna sex mánuði. „Nú hefst svo hans persónulega áskorun að halda þessu en ég veit að hann stefnir á að fara niður fyrir 100 kílóin,“ segir Friðrik. 
 
Einar ætlar að styrkja Einstök börn, sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Hann starfar sem flugöryggisvörður hjá Isavia og hefur æft af krafti í Sporthúsinu, sem hefur styrkt Einar vel í baráttunni með vænum framlögum.
 
Friðrik vill þakka öllum sem hjálpuðu til og studdu Einar í áskoruninni; 
Sporthúsinu Reykjanesbæ, Sigríði Rósu Kristjánsdóttur, Jónasi Péturssyni, Gunnari Einarssyni, Bodybuilder.is og auðvitað konunni hans Einars, Sjöfn Þórgrímsdóttur sem hefur staðið þétt við bak Einars í þessu öllu saman.