28 fasteignasamningar í desember

Alls var 28 fasteignakaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ í desember síðastliðnum. Þar af voru 19 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um eignir í sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 484 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,3 milljónir króna. Í sama mánuði í fyrra var 56 kaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ.
Til samanburðar þá var sjö kaupsamningum þinglýst á Akranesi nú í desember, átta á Árborgarsvæðinu og þrettán á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				