Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

2710 störf hefðu skapast
Miðvikudagur 22. september 2010 kl. 15:07

2710 störf hefðu skapast


Um 2710 störf hefðu skapast á byggingartíma þeirra verkefna sem tafist hafa á Suðurnesjum, þ.e. álvers, kísilvers, einkasjúkrahúss, gagnavers og ECA. Kæmist rekstur þessara fyrirtækja í gagnið myndu skapast um það bil 3200 störf. Árstekjur hins opinbera hefðu verið um 16 milljarðar á uppbyggingatímanum næstu tvö til þrjú árin. Þetta segir Einar Magnússon, formaður Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar.

Einar vakti máls á þessu í umræðu um fundargerðir atvinnu- og hafnarráðs á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær. Hann velti fyrir sér ástæðunum fyrir þessum töfum og spurði hvort stórnarflokkarnir væru hugsanlega vísvitandi að tefja fyrir þessum verkefnum. Ríkisvaldið þyrfti að breyta um stefnu í atvinnumálum og koma þessum verkefnum í gagn.

Eysteinn Eyjólfsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sagði mikilvægasta verkefni bæjaryfirvalda að vinna að uppbyggingu atvinnutækifæra á Suðurnesjum. Það hvíldi á öllum óháð flokkadráttum, bæði bæjarfulltrúm og fulltrúum á Alþingi.
Eysteinn fór fyrir stöðu mála og sagði að verið væri að yfirstíga þá þröskulda sem tafið hefðu fyrir gagnaveri. Verið væri að semja um orku frá Landsvirkjun vegna kísilvers, ECA væri í ferli, undirbúningur stæði yfir vegna byggingu hjúkrunarheimilis að Nesvöllum. Því næst minntist hann á álver í Helguvík.
„Hvar er það statt núna? Á hverju stoppar það, ef það stoppar á einhverju? Jú, þar eru tveir einkaaðilar að glíma um orkuverð, sem sagt Norðurál og þeir sem núna eiga HS Orku, þ.e. Magma. Og þá má spyrja hverjir urðu þess valdandi að tveir einkaaðilar eru núna að glíma um orkuverðið?“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024