Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 21. febrúar 2002 kl. 08:25

27 þúsund tonn af loðnu á land í Grindavík

„Nú er þetta komið í fullan gang og bjart framundan," sagði Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri Samherja í Grindavík, þegar haft var samband við hann seinnipartinn í gær. Þá var verið að landa 2.050 tonnum af ágætis loðnu úr Þorsteini EA og Ammasat og Oddeyrin EA voru á leið til hafnar. Að lokinni löndun úr þeim verður búið að taka á móti 27.000 tonnum af loðnu í Grindavík á vertíðinni að því er fram kemur á heimasíðu Samherja.
Óskar segir í samtali við heimasíðu Samherja að bræðslan hafi gengið ágætlega og nægt hráefni hafi borist að landi síðasta hálfan mánuðinn eða svo. Til þessa hefur allur aflinn farið í bræðslu en það gæti breyst.
„Við vorum að skoða loðnuna sem Þorsteinn kom með og hrognafyllingin er orðin nógu góð. Hins vegar er enn bullandi áta og einnig er siglingin af miðunum enn heldur löng fyrir okkur hér í Grindavík til þess að við getum tekið loðnuna í vinnslu. Að vísu eru komnar svo fínar lestar í þessi stærri skip sem fara mun betur með hráefnið en áður var þannig loðnan þolir lengri siglingu," segir Óskar Ævarsson.
Sjá nánar á InterSeafood.com.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024