Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

260 þúsund króna jólabónus hjá Íslandsbleikju í Grindavík
Fimmtudagur 2. desember 2010 kl. 16:53

260 þúsund króna jólabónus hjá Íslandsbleikju í Grindavík

Starfsmenn Íslandsbleikju í Grindavík fengur heldur betur óvæntan jólaglaðning frá vinnuveitanda sínum í gær því hver og einn starfsmaður fékk 260 þúsund krónur í jólabónus. Að sögn Benónýs Benediktssonar formanns Verkalýðsfélags Grindavíkur eru þetta bestu fréttir sem hann hefur heyrt lengi og man hann ekki eftir öðru eins í fiskvinnslunni. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.

Benóný fékk símhringingu frá Íslandsbleikju þar sem þetta var tilkynnt. Hátt í 20 manns vinna hjá Íslandsbleikju í Grindavík og gengur reksturinn vel. Eftirspurn eftir bleikjunni er mikil og verðið hátt og afkoman því góð og ákvað fyrirtækið að láta starfsfólkið njóta góðs af því.

Íslandsbleikja er í eigu Samherja og er stærsti framleiðandi bleikju í heimi. Íslandsbleikja sérhæfir sig í framleiðslu á bleikju, allt frá hrognum og til fullunninna flaka. Afar fullkomin vinnsla er fyrir bleikjuafurðir í Grindavík. Framleiðslugeta er 3.000 tonn af bleikju í 50.000 rúmmetra eldisrými.Bleikjan er send fersk beint í flug, aðallega til Bandaríkjanna en einnig til Evrópu.

Dubliner
Dubliner