260 Suðurnesjabúar atvinnulausir í meira en ár
Atvinnuleysi á landinu var mest á Suðurnesjum í desember síðastliðnum eða 13,6%.
Meðalfjöldi atvinnulausra á svæðinu í desember var 1.522. Atvinnuleysi jókst á milli mánaða um 0,6 prósentustig en það var 13% í nóvember. Munurinn er meiri atvinnleysið er borið saman við desember 2008 en þá reyndist það vera 9,7%, samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun.
Í Reykjanesbæ voru 1194 skráðir atvinnulausir í desember, 122 í Grindavík, 160 í Sandgerðisbæ, 113 í Garði og 81 í Vogum.
Atvinnuleysi er mest í aldurshópnum 20-24 ára eða 337 eintaklingar. Næstmest er það í aldurshópnum 25-29 ára þar sem 271 Suðurnesjabúi var skráður atvinnulaus í desember.
Stærsti hópurinn eða 374 einstaklingar höfðu verið atvinnulausir í 13 – 19 vikur. 260 einstaklingar höfðu verið atvinnulausir í meira en ár.