260 lítrum af olíu stolið
Tilkynnt var til lögreglunnar á Suðurnesjum í liðinni viku að díselolíu hefði verið stolið af tveimur bílum. Þjófnaðurinn hefði átt sér stað nóttina áður. Í ljós kom að um 260 lítrum af olíu hafði verið stolið af bílunum, sem eru í eigu flutningafyrirtækis. Á vettvangi hafði verið skilinn eftir lítill olíubrúsi og slanga, sem hinir óprúttnu höfðu notað við þjófnaðinn.