Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

26 teknir fyrir of hraðan akstur
Laugardagur 15. september 2007 kl. 10:46

26 teknir fyrir of hraðan akstur

26 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum í gærdag.  Þar af voru 19 ökumenn staðnir af hraðakstri innanbæjar og mældist sá hraðast ók miðað við leyfða hámarkshraða á 61 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km/klst.  Má sá eiga von á 45.000 kr. sekt, þriggja mánaða ökuleyfissviptingu og fjórum punktum í ökuferilsskrá. Lögreglan hefur undanfarið verið með öflugt umferðareftirlit í námunda við skóla.

Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki stefnuljós, einn fyrir að virða ekki forgang á gatnamótum og einn fyrir að ganga illa frá farmi á vörubifreið.

Um kl. 10:00 í gærmorgun var tilkynnt um að rúður hefðu verið brotnar í tveimur bifreiðum.  Önnur var fyrir utan verkstæði á Hafnarbraut og hin í Grófinni.  Nokkuð hefur borið á tilkynningum um brotnar rúður og eru málin í rannsókn.

Um kl. 14:45 barst tilkynning Hercules herflugvél með 13 farþega innanborðs væri á leið inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli.  Vélin var með einn bilaðan hreyfil af fjórum og lenti vélin skömmu síðar heilu höldnu.

Eigendur þriggja ökutækja voru boðaðir með ökutæki sín til skoðunar vegna vanrækslu á aðalskoðun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024