26 landnámshænum stolið
Lögreglan á Suðurnesjum leitar aðstoðar almennings við að upplýsa þjófnað á 26 landnámshænum. Þeim var stolið úr Grindavík í nótt sem leið.
Lögreglan á Suðurnesjum leitar aðstoðar almennings við að upplýsa þjófnað á 26 landnámshænum. Þeim var stolið úr Grindavík í nótt sem leið. Nánar tiltekið voru þær teknar úr hesthúsahverfinu við Hópsheiði og er þeirra sárt saknað af eigendum.
Hænur þessar eru eins og fram hefur komið af íslensku kyni og eru þær skrautlegar á litinn. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um verknaðinn eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar á Suðurnesjum.