26 kaupsamningum þinglýst í september

Tuttugu og sex kaupsamningum um fasteignir var þinglýst í Reykjanesbæ í september. Þar af voru 15 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 578 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,2 milljónir króna. Þetta er svipað umfang á Akureyri þar sem kaupsamningar voru tveimur fleiri.
Fasteignamarkaðurinn hefur róast mikið eftir því sem liðið hefur á árið. Til samanburðar má geta þess að 78 kaupsamningum var þinglýst í byrjun árs. Meiri hreyfing er í fjölbýlum fremur en sérbýlum, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati Ríkisins. 
Ljósmynd/OK - Innri - Njarðvík.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				