Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

2500 lítra fiskabúr í Grindavík
Þriðjudagur 13. apríl 2004 kl. 15:56

2500 lítra fiskabúr í Grindavík

Stærsta fiskabúr á Suðurnesjum verður formlega vígt í tengslum við 30 ára afmæli Grindavíkurkaupstaðar um næstu helgi, en búrinu hefur verið komið fyrir í Saltfisksetri Íslands. Fiskabúrið er tæplega 2500 lítrar að stærð og er glerið í búrinu 18 millimetrar að þykkt.
Settir voru fyrstu fiskarnir í búrið í dag og virtist þeim líka vistin þar vel, enda er líkt eftir öllum þáttum sjávar í búrinu. Að sögn Kjartans Kristjánssonar forstöðumanns Saltfisksetursins verða fjölmargar fisktegundir í búrinu, auk krabbadýra.

Myndin: Þeir voru búralegir við fiskabúrið þegar fyrstu fiskunum var sleppt í búrið í dag. Frá vinstri: Viðar, Kjartan, Þórarinn og Ólafur Örn bæjarstjóri. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024