Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

2500 blöðrum sleppt við setningu Ljósanætur
Fimmtudagur 31. ágúst 2006 kl. 13:41

2500 blöðrum sleppt við setningu Ljósanætur

Það var mikil litaskrúð á himni  þegar 2500 blöðrur í öllum regnbogans litum svifu um loftin blá við setningu Ljósanætur í morgun. Krakkar úr grunnskólum og leikskólum Reykjanesbæjar gengu til athafnarinnar fylktu liði og slepptu blöðrunum við niðurtalningu Árna Sigurfússonar, bæjarstjóra og var það óneitnanlega tilkomumikil sjón.
Sagði Árni blöðrunar vera tákn um fjölþjóðamenninguna í Reykjanesbæ því  allar svifu þær jafn fallega, óháð lit.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók nokkrar myndir við setningarathöfnina og má sjá þær hér í ljósmyndasafninu.

VF-mynd:elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024