25 hús skemmdust af vatnsleka
Nú er talið að skemmdir hafi orðið í 25 húsum á Keflavíkurflugvelli í vatnslekanum um helgina.
Starfsmenn flugmálastjórnar hafa farið um svæðið og kannað ástand húsanna, en íbúðirnar í húsunum er mismunandi mikið skemmdar.
Samkvæmt fréttum var mikið vatnsflóð í húsunum þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang á sunnudag. Í verstu tilfellunum var vatnið tugi sentimetra á dýpt og gifsveggir, leiðslur og gólfefni alveg ónýtt.
Eins og kom fram í frétt Víkurfrétta í gær er ekki ljóst hver mun bera það mikla fjárhagslega tjón sem af lekanum hlaust. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur enn ekki tekið við stjórnartaumunum og því er svæðið enn á ábyrgð stjórnvalda. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta voru húsin ekki vátryggð.
VF-mynd/Þorgils