Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 23. september 2002 kl. 13:49

25% fækkun barna í leikjaskóla Keflavíkur

Alls sóttu 160 börn á aldrinum 6-11 ára leikjaskóla Keflavíkur í sumar. Skýrsla Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur var kynnt á síðasta fundi Tómstunda- og íþróttaráðs bæjarins. Nokkra athygli vekur að í fyrra voru börnin 215, sem gerir um 25% fækkun á milli ára. Nokkrar umræður urðu um skýringar á þessari fækkun og kom m.a. fram að ein skýringin gæti verið aukið framboð á íþróttum og tómstundum fyrir þessa aldurshópa.Starfsmenn íþrótta- og tómstundadeildar (ÍTD) munu skila til TÍR samantekt á þátttöku barna og ungmenna í sumarnámskeiðum s.l. sumar, eftir að allar skýrslur frá samningsaðilum TÍR eru komnar í hús.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024