Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

25.000 tonn af eðalgrjóti í risaskipi
Mánudagur 27. maí 2002 kl. 21:42

25.000 tonn af eðalgrjóti í risaskipi

Risastórt flutningaskip frá Noregi kom til Helguvíkur síðdegis í dag með 25.000 tonn af eðalgrjóti fyrir Malbikunarstöð Íslenskra aðalverktaka. Grjótið verður notað til malbikunar á flugbrautum Keflavíkurflugvallar í sumar. Skipið heitir Kvitnes og var sjósett í september á síðasta ári. Það er fullkomnasta skip sinnar tegunar í heiminum en það er lestað og affermt með stórum færiböndum. Þannig var gert ráð fyrir að eingöngu tæki um 12-15 tíma að tæma lestar skipsins.Bílstjórar ÍAV verða síðan í alla nótt og allan morgundaginn að keyra tonnunum 25.000 upp á Keflavíkurflugvöll. Það verða ófáar ferðir!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024