25.000 kr. hurfu úr hraðbanka
Kvöld eitt nú í vikunni tilkynnti maður til lögreglunnar að hann hafi verið að taka út 25,000 krónur úr hraðbanka Sparisjóðsins í Keflavík við Tjarnargötu og hafi hann gleymt að taka peningana úr tækinu. Hann kvaðst hafa ætlað að sækja þá skömmu síðar, en þá voru þeir horfnir. Sama dag veittist hundur að hjólreiðamanni er var að hjóla fram hjá húsinu Vík í Grindavík og beit hann í vinstri fót. Hjólreiðarmaðurinn, sem hlaut minni háttar áverka þurfti að leita til læknis, sem gerði að sári hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar í Keflavík fyrir vikuna sem er að líða.Mánudagur 30. júní 2003.
Kl. 12:27 var ökumaður stöðvaður á Víkurbraut í Grindavík fyrir að aka á 74 km hraða þar sem leifður er hraði er 50 km.
Kl. 15:25 veitist hundur að hjólreiðamanni er var að hjóla fram hjá húsinu Vík í Grindavík og beit hann í vinstri fót. Hjólreiðarmaðurinn, sem hlaut minni háttar áverka þurfti að leita til læknis, sem gerði að sári hans.
Kl. 20:27 var óskað eftir sjúkrabifreið og lögreglu á íþróttavöllinn í Njarðvík þar sem knattspyrnumaður hafði slasast. Þarna voru "oldboys" knattspyrnumenn að sparka og hafði einn þeirra meiðst á hné. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undir læknis hendur.
Kl. 21:08 tilkynnti maður til lögreglunnar að hann hafi verið að taka út 25,000 krónur úr hraðbanka Sparisjóðsins í Keflavík við Tjarnargötu og hafi hann gleymt að taka peningana úr tækinu. Hann kvaðst hafa ætlað að sækja þá skömmu síðar, en þá voru þeir horfnir.
Þá voru 5 ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti.
1 ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur.
1 ökumaður var kærður fyrir að nota farsíma við aksturinn án handfrjáls búnaðar.
1 eigandi bifreiðar var kærður fyrir að færa bifreið sína ekki til skoðunar á tilsettum tíma.
Númer voru tekinn af einni bifreið þar sem eigandi hennar hafði ekki fært hana til skoðunar, er lögreglan var búin að gefa honum viku frest til þess.
Þriðjudagurinn 1. júlí 2003.
Kl. 09:40 var ökumaður stöðvaður á Grindavíkurvegi við Seltjörn á 115 km hraða þar sem leyfður er 90 km hraði.
Þá voru 6 ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn.
4 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðar ók var á 117 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 90 km.
2 ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við aksturinn.
1 ökumaður var kærður fyrir að stöðva ekki á stansskyldu.
Númer voru tekin af tveimur bifreiðum þar sem eigendur bifreiðanna höfðu ekki mætt með bifreiðarnar til skoðunar þrátt fyrir viku frest sem lögreglan gaf þeim vegna litaðra filma í framrúðum bifreiðanna.
Miðvikudagur 2. júlí 2003 og fimmtudagur 3. júlí 2003.
9 teknir fyrir hraðakstur
11 kærðir fyrir að nota ekki bílbelti
23 kærðir fyrir vanrækslu á aðalskoðun bifreiða
Ekkert annað markvert gerðist þessa daga.
Kl. 12:27 var ökumaður stöðvaður á Víkurbraut í Grindavík fyrir að aka á 74 km hraða þar sem leifður er hraði er 50 km.
Kl. 15:25 veitist hundur að hjólreiðamanni er var að hjóla fram hjá húsinu Vík í Grindavík og beit hann í vinstri fót. Hjólreiðarmaðurinn, sem hlaut minni háttar áverka þurfti að leita til læknis, sem gerði að sári hans.
Kl. 20:27 var óskað eftir sjúkrabifreið og lögreglu á íþróttavöllinn í Njarðvík þar sem knattspyrnumaður hafði slasast. Þarna voru "oldboys" knattspyrnumenn að sparka og hafði einn þeirra meiðst á hné. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undir læknis hendur.
Kl. 21:08 tilkynnti maður til lögreglunnar að hann hafi verið að taka út 25,000 krónur úr hraðbanka Sparisjóðsins í Keflavík við Tjarnargötu og hafi hann gleymt að taka peningana úr tækinu. Hann kvaðst hafa ætlað að sækja þá skömmu síðar, en þá voru þeir horfnir.
Þá voru 5 ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti.
1 ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur.
1 ökumaður var kærður fyrir að nota farsíma við aksturinn án handfrjáls búnaðar.
1 eigandi bifreiðar var kærður fyrir að færa bifreið sína ekki til skoðunar á tilsettum tíma.
Númer voru tekinn af einni bifreið þar sem eigandi hennar hafði ekki fært hana til skoðunar, er lögreglan var búin að gefa honum viku frest til þess.
Þriðjudagurinn 1. júlí 2003.
Kl. 09:40 var ökumaður stöðvaður á Grindavíkurvegi við Seltjörn á 115 km hraða þar sem leyfður er 90 km hraði.
Þá voru 6 ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn.
4 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðar ók var á 117 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 90 km.
2 ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við aksturinn.
1 ökumaður var kærður fyrir að stöðva ekki á stansskyldu.
Númer voru tekin af tveimur bifreiðum þar sem eigendur bifreiðanna höfðu ekki mætt með bifreiðarnar til skoðunar þrátt fyrir viku frest sem lögreglan gaf þeim vegna litaðra filma í framrúðum bifreiðanna.
Miðvikudagur 2. júlí 2003 og fimmtudagur 3. júlí 2003.
9 teknir fyrir hraðakstur
11 kærðir fyrir að nota ekki bílbelti
23 kærðir fyrir vanrækslu á aðalskoðun bifreiða
Ekkert annað markvert gerðist þessa daga.