25 % aukning gesta í Duushúsin
Fjöldi gesta í Duushúsin, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar, var 37.108 árið 2007 og er það 25 % aukning frá fyrra ári. Í Duushúsunum eru sýningarsalir safnanna í bænum en einnig fer þar fram fjöldi tónleika og annarra meningarviðburða. Tekið hefur verið í notkun nýtt anddyri og einnig hafa sýningarsalirnir verið málaðir. Athugið að opnunartími safnahússins hefur nú breyst og verður hér eftir opið alla daga frá kl. 11.00 til kl. 17.00.
Þær sýningar sem nú eru í gangi eru; Bátafloti Gríms Karlssonar í Bátasal, Rokkárin á Íslandi í Poppminjasal og Gömul verk úr safneign Listasafnsins í Bíósal. Við minnum á Nýárstónleika Tónlistarfélagsins sunnudaginn 13. janúar sem haldnir verða í Listasal og laugardaginn 19. janúar kl. 15.00 opnar svo sýningin Dans elementanna í Listasal þar sem Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir ný verk.
Þær sýningar sem nú eru í gangi eru; Bátafloti Gríms Karlssonar í Bátasal, Rokkárin á Íslandi í Poppminjasal og Gömul verk úr safneign Listasafnsins í Bíósal. Við minnum á Nýárstónleika Tónlistarfélagsins sunnudaginn 13. janúar sem haldnir verða í Listasal og laugardaginn 19. janúar kl. 15.00 opnar svo sýningin Dans elementanna í Listasal þar sem Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir ný verk.