24stundir brenndar á Háskólavöllum
Eldur var borinn að töluverðu upplagi af fríblaðinu 24stundum á Háskólavöllum í Reykjanesbæ síðdegis. Úr varð mikið bál og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað á staðinn ásamt lögreglunni á Suðurnesjum.Ekki er talið að íbúar Háskólavalla hafi verið að mótmæla einhverju í 24stundum, frekar er hallast að því að börn hafi verið að fikta með eld.
Slökkvistarf tók skamma stund og ekkert eignatjón hlaust af.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson







