24 sektaðir fyrir hraðaakstur
Alls voru 24 ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók, karlmaður á fimmtugsaldri, mældist á 164 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Hann viðurkenndi brot sitt.
Þá ók einn án þess að hafa til þess réttindi, annar sinnti ekki stöðvunarskyldu og tveir óku gegn einstefnu. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af þremur ökutækjum, sem ýmist voru ótryggð eða höfðu ekki verið færð til skoðunar á réttum tíma.