233 starfsmenn á Keflavíkurflugvelli fá viðurkenningu fyrir slysalaust ár
Nýlega veitti yfirmaður Flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Dean M. Kiyohara kafteinn, starfsmönnum varnarliðsins viðurkenningar vinnueftirlitsins á Keflavíkurflugvelli fyrir slysalaust ár. Viðurkenningar eru veittar árlega verkstjórum, bílstjórum og öðrum sem vinna við störf sem krefjast sérstakrar árvekni svo og starfsmönnum sem skarað hafa framúr
við eflingu öryggismála. Alls hlutu 233 íslenskir starfsmenn og liðsmenn varnarliðsins viðurkenningar vinnueftirlitsins að þessu sinni.
Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni voru 46 verkstjórar en einn þeirra, Theodór Þorvaldsson, hlaut viðurkenningu fyrir stjórnun í 35 slysalaus ár á sínum vinnustað. Þá hlutu 124 bílstjórar og ökumenn þungavinnuvéla viðurkenningar fyrir öruggan og áfallalausan akstur og meðhöndlun tækja sinna. Þeirra á meðal voru nokkrir sem starfað hafa
samfellt í 20-26 ár án óhappa.
Að sögn Magnúsar Guðmundssonar forstöðumanns Vinnueftirlits varnarliðsins eiga allir starfsmenn varnarliðsins þakkir skyldar fyrir hversu vel hefur tekist að tryggja vinnuöryggi á Keflavíkurflugvelli. „Takmark okkar er að koma í veg fyrir slys og viðurkenningar að þessu tagi eru liður í þeirri viðleitni“, sagði Magnús. Auk Magnúsar starfa fimm öryggisfulltrúar hjá vinnueftirliti varnarliðsins.
Á myndinni er Halldór Vilhjálmsson fræðslu- og þjálfunarstjóri slökkviliðsins að taka við
sérstakri viðurkenningu fyrir störf að fræðslu- og öryggismálum úr hendi Deans. M. Kiyohara kafteins. 105 starfsmenn slökkviliðsins og flugþjónustudeildar þess, sem annast m.a. snjóruðning og hálkuvarnir á flugbrautum, hlutu viðurkenningu vinnueftirlitsins.
við eflingu öryggismála. Alls hlutu 233 íslenskir starfsmenn og liðsmenn varnarliðsins viðurkenningar vinnueftirlitsins að þessu sinni.
Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni voru 46 verkstjórar en einn þeirra, Theodór Þorvaldsson, hlaut viðurkenningu fyrir stjórnun í 35 slysalaus ár á sínum vinnustað. Þá hlutu 124 bílstjórar og ökumenn þungavinnuvéla viðurkenningar fyrir öruggan og áfallalausan akstur og meðhöndlun tækja sinna. Þeirra á meðal voru nokkrir sem starfað hafa
samfellt í 20-26 ár án óhappa.
Að sögn Magnúsar Guðmundssonar forstöðumanns Vinnueftirlits varnarliðsins eiga allir starfsmenn varnarliðsins þakkir skyldar fyrir hversu vel hefur tekist að tryggja vinnuöryggi á Keflavíkurflugvelli. „Takmark okkar er að koma í veg fyrir slys og viðurkenningar að þessu tagi eru liður í þeirri viðleitni“, sagði Magnús. Auk Magnúsar starfa fimm öryggisfulltrúar hjá vinnueftirliti varnarliðsins.
Á myndinni er Halldór Vilhjálmsson fræðslu- og þjálfunarstjóri slökkviliðsins að taka við
sérstakri viðurkenningu fyrir störf að fræðslu- og öryggismálum úr hendi Deans. M. Kiyohara kafteins. 105 starfsmenn slökkviliðsins og flugþjónustudeildar þess, sem annast m.a. snjóruðning og hálkuvarnir á flugbrautum, hlutu viðurkenningu vinnueftirlitsins.