Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

230 þúsund í hraðaksturssekt eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut
Mánudagur 1. mars 2021 kl. 09:30

230 þúsund í hraðaksturssekt eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut

Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum frá föstudegi og yfir helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 159 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Hans bíður sekt upp á 230 þúsund og svipting ökuleyfis í tvo mánuði, auk þess sem hann fær þrjá punkta í ökuferilsskrá.

Tveir 17 ára piltar voru meðal þeirra sem óku of hratt og var haft samband við forráðamenn þeirra vegna málsins. Einn ökumaðurinn var jafnframt grunaður um ölvunarakstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skráningarnúmer voru fjarlægð af fjórum ótryggðum bifreiðum.