23 milljón dollara endurnýjun lokið
Flugskýli Varnarliðsins, bygging 831, hefur verið endurnýjuð fyrir 23 milljónir dollara eða um 1,8 milljarð króna. Það var verktakafyrirtækið ÍSTAK sem annaðist verkið að stærstum hluta. Einnig komu Íslenskir aðalverktakar að verkinu.Framkvæmdir hófust hautið 1996 og var nær allt endurnýjað nema burðarvirki. Verklokum var síðan fagnað í morgun þegar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra klippti á rauðan borða og tók þannig skýlið í notkun að nýju. Í flugskýli eru geymdar þrjár ORION P-3 kafbátaeftirlitsflugvélar. Þar er auk þess að finna vélaverkstæði og skrifstofur.