23,8 milljónir króna til 14 verkefna Vaxtarsamnings Suðurnesja
Verkefnastjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja hefur ákveðið að veita 14 verkefnum styrk að fjárhæð kr. 23,8 millj. króna. Verkefnin sem sótt var um styrk fyrir voru 35 talsins og hljóðuðu umsóknirnar upp á tæplega 115 millj. króna.
Ákveðið var að styðjað eftirtalin verkefni að þessu sinni.
1. Flugvirkjabúðir. Umsækjandi, Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs. Verkefnastyrkur kr. 2.000.000.
2. Hugvit fyrir gjaldeyri. Umsækjandi, Álasund ehf. Verkefnastyrkur kr. 3.500.000.
3. Grindavík - lifandi kennslustofa í sjávarútvegi. Umsækjandi, Fisktækniskóli Íslands ehf. Verkefnastyrkur kr. 800.000.
4. Hagræn förgun á sorpbrennslugjalli. Umsækjandi, Hópsnes ehf / Efnaferli ehf. Verkefnastyrkur kr. 2.000.000.
5. Bragðsprautun á fiski. Umsækjandi, Marinaid ehf. Verkefnastyrkur kr. 3.000.000.
6. Raungreinabúðir - menning, saga og náttúra Suðurnesja. Umsækjandi, GeoCamp Iceland.
7. Spiral design. Umsækjandi, Spiral design ehf. Verkefnastyrkur kr. 1.000.000.
8. Grjótkrabbi - rannsóknir og vinnsla á Suðurnesjum. Umsækjandi, Háskólasetur Suðurnesja, Sandgerði. Verkefnastyrkur kr. 3.000.000.
9. Auðlindagarður um jarðhita. Umsækjandi, klasinn AUÐLINDAGARÐUR um jarðhita. Verkefnastyrkur kr. 2.000.000.
10. Markaðssetning á Öryggisvitundarmyndböndum í Evrópu. Umsækjandi, AwareGo ehf. Verkefnastyrkur kr. 1.000.000.
11. Strandstangveiði. Umsækjandi, Johan D. Jónsson / Þorsteinn Geirsson. Verkefnastyrkur kr. 1.000.000.
12. Þörungaræktun á Suðurnesjum. Umsækjandi, Keilir - miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs. Verkefnastyrkur kr. 2.000.000.
13. Lífmetanframleiðsla á Suðurnesjum. Umsækjandi, Keilir - miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs. Verkefnastyrkur kr. 1.000.000.
14. Raven Design. Umsækjandi Raven Design. Verkefnastyrkur kr. 500.000.
Myndin: Frá undirritun Vaxtarsamnings Suðurnesja.