Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

22,3% íbúa Suðurnesja með erlent ríkisfang
Mánudagur 21. janúar 2019 kl. 12:57

22,3% íbúa Suðurnesja með erlent ríkisfang

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2018. 
 
Þann 1. desember sl. voru íbúar Reykjanesbæjar með erlent ríkisfang 4.575 eða 24,2% íbúa sveitarfélagsins sem þá voru 18.888. Í Sveitarfélaginu Vogum voru íbúar með erlent ríkisfang 19,1% eða 246 af 1.290 íbúum sveitarfélagsins. Í Suðurnesjabæ voru íbúar með erlent ríkisfang 18,8% eða 654 af 3.481 íbúa. Íbúar með erlent ríkisfang í Grindavík voru 16,9% eða  575 íbúar af 3.412.
 
Á Suðurnesjum eru alls 6.050 íbúar með erlent ríkisfang eða 22,3% íbúa en 1. desember bjuggu 27.071 íbúi á Suðurnesjum.
 
Þegar horft er til landshluta þá er hæsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Suðurnesjum, eða 22,3% og Vesturland kemur næst með 15,5%. Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er á Norðurlandi vestra eða 6,8%. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024