Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

22% aukning aflaverðmæta
Fimmtudagur 24. janúar 2008 kl. 14:27

22% aukning aflaverðmæta

Aflaverðmæti bátaflotans á Suðurnesjum nam rúmum 13,3 milljörðum á fyrstu níu mánuðum síðasta árs og er það aukning um tæp 22% frá sama tímabili 2006. Þá námu aflaverðmætin rúmum 10,9 milljörðum.
Aflavermæti íslenskra skipa nam 68,5 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 64,3 milljarða árið áður. Aukninguna má helst skýra með uppsjávarafla sem jókst um 16,5% og er aðallega fólgin í mun betri loðnuvertíð en var árið 2006.


Í Grindavík bárust ríflega 14 þúsund tonn af loðnu í land á móti aðeins 3,700 tonnum árið áður.  Í Keflavík var 24 þúsund tonnum af loðnu landað á móti aðeins 9 þúsund tonnum árið 2006.

Mynd: :Það munaði um loðnuna. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024