Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

21,2% starfandi Reyknesinga vinnur á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 5. nóvember 2013 kl. 09:49

21,2% starfandi Reyknesinga vinnur á Keflavíkurflugvelli

Mikil aukning í flugtengdri þjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur skilað sér í auknum fjölda starfa íbúa í Reykjanesbæ. Samkvæmt könnun MMR, sem unnin var fyrir Atvinnu- og hafnasvið Reykjanesbæjar nú í október, starfa um 21,2% vinnandi íbúa á Keflavíkurflugvelli.

„Þetta er gríðarlega jákvætt og mikilvægt fyrir okkur að eiga svo sterka stoð í flugþjónustunni“, segir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar í tilkynningu frá Reykjanesbæ. „Hún er grundvöllur margra tækifæra í ferðaþjónustu. Við finnum fyrir þessu í auknum fjölda ferðamanna sem sækja hingað inn í bæinn og það hefur þá margfeldisáhrif út fyrir flugvallarsvæðið, sem ekki eru í þessum tölum“.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024